Um átta milljónir manna búa í borginni Napólí á Ítalíu og nærliggjandi byggðum. Borgin er vinsæll ferðamannastaður og í fyrra heimsóttu hana um fjórtán milljónir ferðamanna. Napólí er staðsett á vesturströnd Suður-Ítalíu, nánar tiltekið við flóann Golfo di Pozzuoli.
Campi Flegrei lítur ekki út eins og eldfjall, að minnsta kosti séð utan frá, en er engu að síður stærsta megineldstöð Ítalíu og getur gosið hvenær sem er. Eldfjallið Vesúvíus, sem lagði Pompeii í rúst árið 79 e.Kr., er lítið eitt í samanburði við þessa risaeldstöð sem talin er sú varasamasta á Ítalíu.
Undanfarið hafa mælst fjölmargir jarðskjálftar í Campi Flegrei og í næsta nágrenni Napólí, og landið risið um tugi sentímetra, sem bendir til þess að kvika eða gas safnist undir yfirborðinu.
Þó svo að jarðskjálftarnir séu flestir litlir (oft á bilinu 24 að stærð), eru þeir fjölmargir og stöðugir og þeim hefur fjölgað.
Þetta þýðir að jarðskorpan er stöðugt á hreyfingu og jarðvísindamenn fylgjast náið með því hvort skjálftarnir séu undanfari goss eða merki um kvikuhreyfingar.
Yfirvöld hafa hækkað viðvörunarstigið á svæðinu, en enn hefur ekki verið gefin út skipun um rýmingu borgarinnar eða hluta hennar sem er ekki áhlaupaverk. Neyðaráætlanir eru þó til staðar ef ástandið versnar.
Ref.
https://www.volcanodiscovery.com/campi-flegrei-earthquakes.html
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning